09/12/2019

Hóf til að fagna útgáfu bókarinnar Uppskriftir stríðsáranna var haldið 3. desember síðastliðinn. Þar var margt manna og gleðin ein við völd eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Við þökkum frábærar viðtökur.

27/11/2019

Hóf til að fagna útgáfu bókarinnar Uppskriftir stríðsáranna verður haldið þriðjudaginn 3. desember næstkomandi í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík klukkan 20:00. Boðið verður uppá Uppsalabrauð og Baróna ásamt þar til gerðum vökva til niðurskolunar. Hlökkum til að...

22/11/2019

Uppskriftir stríðsáranna er öðruvísi matreiðslubók þar sem finna má íslenskar, einfaldar, ódýrar gamlar og umfram allt góðar uppskriftir, sem voru allsráðandi í eldhúsum landsins eftir stríð, en þú hefur samt örugglega aldrei heyrt talað um. Uppskriftirnar eru sóttar í...

26/10/2019

er orð sem starfsmenn Espólín forlags smíðuðu yfir útgáfuhóf sem haldið var 17. október síðastliðinn til að fagna útgáfu ljóðabókarinnar Sólarkaffi eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur. Hófið var einkar vel heppnað og hressandi eins og meðfylgjandi myndir sýna.

07/10/2019

Skáldkonan Kristrún Guðmundsdóttir hefur gengið til samninga við Espólín forlag og gefur ljóðabók sína Sólarkaffi út undir merkjum forlagsins.

Til að fagna útgáfu bókarinnar verður haldið  hóf í Mengi, Óðinsgötu 2, fimmtudaginn 17. október næstkomandi klukkan 17:00. Þar...

06/10/2019

Espólín forlag hefur náð samningum við skáldkonuna Kristrúnu Guðmundsdóttur, sem mun gefa út ljóðabók sína Sólarkaffi undir merkjum forlagsins. Er þetta mikið gleðiefni, jafnt fyrir forlagið sem væntanlega lesendur, en nánari fréttir um útgáfu bókarinnar verða birtar h...

20/08/2019

Nú er hægt að kaupa Þar sem skömmin skellur í Kakalaskála að Kringlumýri í Skagafirði og í safnbúðinni að Glaumbæ í Skagafirði.

28/06/2019

Fyrir áhugasama má benda á nýjan dóm um bókina Þar sem skömmin skellur sem birtist í Lestarklefanum nú á dögunum. Bókardóminn má sjá með því að smella hér.

17/05/2019

Þar sem skömmin skellur er nú einnig komin í sölu í bókabúðum Eymundsson á Ísafirði, Keflavík og Akranesi og í bókabúð Forlagsins að Fiskislóð í Reykjavík. Minnum jafnframt á að hægt er að panta bókina beint frá útgefanda með því að senda póst á espolin@espolin.is.

04/05/2019

Við höfum það fyrir satt að það hafi verið mögnuð stemmning á kaffihúsi Bakkabræðra á Dalvík síðastliðinn fimmtudag þar sem Ingibjörg Hjartardóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Salvör Aradóttir, Björg Árnadóttir, Anna Dóra Antonsdóttir, Stefanía Hallbjörnsdóttir og Innri...

Please reload