Þá er komið að því! Hóf til að fagna útgáfu ljóðabókarinnar Eldsbirtu eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur verður haldið í menningarhúsinu Kviku í Grindavík þann 20. apríl næstkomandi klukkan 17:00. Léttar veitingar og ljóðalestur í boði. Allir velkomnir.
Nú má fara að hlakka til! Hjá Espólín forlagi er væntanleg ný ljóðabók eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur. Eldsbirta heitir verkið og geymir fagurlega mótuð ljóð eftir þennan magnaða höfund. Tilkynnt verður um formlegan útgáfudag síðar.