top of page
"Þá sló Panúrg saman höndunum og blés í lófana. Að því búnu rak hann aftur löngutöng hægri handar í hring hinnar vinstri, stakk henni inn og dró hana út aftur, margsinnis."
Francois Rabelais

ANNA DÓRA ANTONSDÓTTIR

 

Anna Dóra Antonsdóttir fæddist á Dalvík 3. október 1952 og ólst  þar upp. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972 og kennarapróf frá KHÍ 1976. Hún flutti síðan til Noregs árið 1989 og lauk námi í sérkennslufræðum frá Oslóarháskóla  árið 1990.  MA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands lauk hún árið 2007 með lokaverkefni um Húsfrú Þórunni Jónsdóttur á Grund í Eyjafirði (1509-1593).

Anna Dóra vann á námsárum fjölbreytt störf til sjávar og sveita. Kennsla og kennsluráðgjöf hefur verið hennar ævistarf, auk ritstarfa. Síðustu tuttugu árin vann hún sem ráðgjafi á fræðsluskrifstofu og  framhaldsskólakennari. Um tuttugu ára skeið bjó hún á Frostastöðum í Skagafirði og stundaði búskap samhliða öðru. Hún vinnur nú við skriftir og þýðingar og er félagi í Reykjavíkur-akademíunni. Anna Dóra er búsett í Reykjavík, gift og móðir tveggja uppkominna sona.

RITSKRÁ:

Frumsamin skáldverk                   útgáfuár

 

Þar sem skömmin skellur                 2019

Refir í hættu                                         2017         

  

Bardaginn á Örlygsstöðum                2013

Hafgolufólk                                           2012

Brúðkaupið í Hvalsey                          2006

 

Konan sem fór ekki á fætur               2003

Huldur                                                   2001

Hefurðu farið á hestbak                     1998

 

Voðaskotið                                            1998

Sjór                                                        1998

KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Kristrún Guðmundsdóttir er fædd árið 1953 í Keflavík með rætur norður í Þingeyjarsýslu. Dvaldi öll sumur norður á Húsavík í uppvextinum. Hún lauk kennaraprófi B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands árið 1979, sérkennaraprófi frá Háskólanum í Osló árið 1986 og prófi í Bókmenntafræði við sama skóla árið 1990. Hún lauk meistaraprófi M.Ed árið 2001 frá Kennaraháskóla Íslands, þar sem hún sameinaði bókmenntir og sérkennslufræðin, en ritgerð hennar Tilfinningar í felum, fjallar um rithöfundinn Steinar Sigurjónsson.

 

Kristrún hefur sinnt kennslu bæði í Noregi og hér heima, aðallega á framhaldsskólastigi. Hún hefur búið og starfað í Noregi með hléum allt frá því árið1984. Frá því árið 2002 hefur hún kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jafnframt því hefur hún verið með annan fótinn í Noregi við störf. Kristrún hefur hlotið viðurkenningar fyrir ljóð sín bæði hér heima og erlendis. Árið 2000 hlaut hún viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar fyrir framúrskarandi handrit að ljóðabókinni Fingurkoss. Hallberg Hallmundsson hefur þýtt nokkur ljóð eftir Kristrúnu og þau hafa birst í tímaritum erlendis. Þá hefur hún samið texta fyrir danska tónskáldið Leif Martinussen um íslenska vorið og sumarið, en það var hluti af verki tónskáldsins um norræna birtu. Verkið var flutt í Reykholtskirkju Í Borgarfirði árið 2014. Kristrún hefur einnig fengist við leikritagerð og aðeins við þýðingar.


Kristrún er búsett í Keflavík og á Eyrarbakka, gift og móðir þriggja uppkominna dætra og barnabörnin orðin fjögur.

RITSKRÁ:

Frumsamin skáldverk                   útgáfuár

 

Sólarkaffi                                        2019

 

Eldmóður                                        2016

 

A stranger in Reykjavík                2014

 

Sunnudagsmálari                          2006

 

Hengiflug                                         2005

 

Another Paradox                            2003

 

Huldur                                              2001

 

Fingurkoss                                      2000

Hugfró                                              1996

Leikrit:

Pabbi, þú ert betri en Picasso     2013

Á sjó                                                 2013

Englatrompet                                 2012

STEINUNN MARÍA HALLDÓRSDÓTTIR

Steinunn María Halldórsdóttir  fæddist 1977 og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk prófi í þýsku frá Háskóla Íslands og tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Á árunum 2011-2014 stundaði Steinunn nám í ritlist og þýðingarfræðum í Háskóla Íslands. Á þeim tíma varð til Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru, sem gefin var út hjá Espólín forlagi á árinu 2022. Steinunn lést árið 2019.

Steinunn mynd 4.jpeg
bottom of page