Bókaspjall!
Boðið hefur verið til bókaspjalls sunnudaginn 28. apríl næstkomandi kl. 17:00 í félagsheimilinu að Héðinsminni í Blönduhlíð Í Skagafirði. Þar munu hittast fyrir rithöfundarnir Anna Dóra Antonsdóttir, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir og kynna verk sín. Hér er um að ræða viðburð sem enginn skyldi láta framhjá sér fara.
Meðfylgjandi mynd er af félagsheimilinu að Héðinsminni sem tekin var af Auði Herdísi Sigurðardóttur.
