Bókmenntir hjá Bakkabræðrum!
Það er skammt stórra högga á milli. Nú eru í annað sinn starfræktar svokallaðar skáldabúðir í Svarfaðardal. Þar sitja rithöfundarnir Ingibjörg Hjartardóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Salvör Aradóttir, Björg Árnadóttir, Anna Dóra Antonsdóttir, Stefanía Hallbjörnsdóttir og Innri Jolanta. Þær munu allar mæta á kaffihúsið Gísla, Eirík og Helga að Grundargötu 1 á Dalvík fimmtudaginn 2. maí næstkomandi kl. 17:00 og lesa upp úr verkum sínum. Við hvetjum alla sem tök hafa á að láta sjá sig.
Meðfylgjandi mynd er af þeim Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur við upplestur í hófi sem haldið var til að fagna útgáfu bókarinnar Þar sem skömmin skellur.
