Útgáfuhóf!!!

Skáldkonan Kristrún Guðmundsdóttir hefur gengið til samninga við Espólín forlag og gefur ljóðabók sína Sólarkaffi út undir merkjum forlagsins.
Til að fagna útgáfu bókarinnar verður haldið hóf í Mengi, Óðinsgötu 2, fimmtudaginn 17. október næstkomandi klukkan 17:00. Þar verður boðið upp á kynningu á bókinni, léttar veitingar og tónlist í bland. Gleðin mun verða þar við völd!