Tvær nýjar bækur
Á leiðinni eru tvær nýjar bækur hjá Espólín forlagi.
Annars vegar er þar um að ræða Brennuna á Flugumýri eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefnið þar einn af stærstu atburðum sturlungaaldarinnar hvorki meira né minna. Bókin er sérstaklega ætluð fólki af yngri kynslóðinni en við fullyrðum engu að síður að bókin eigi fullt erindi við alla þá sem hafa gaman af íslenskri sögu og spennandi frásögnum. Nánar má fræðast um bókina hér.
Hins vegar er um að ræða ljóðabókina Ráf í Reykjavík eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur. Bókin er tilbrigði við smásögu Ástu Sigurðardóttur (1930-1972) Gatan í rigningu. Þar ræður ríkjum gatan, hafgolan og regnið. Í aðalhlutverki er ráfandi götustelpa og í sólskini er hún glöð og þakklát fyrir lífið. Engin tilvistarkreppa til og bænir eru heyrðar. Við ráðleggjum ljóðaunnendum eindregið frá því að missa af þessari. Nánar má fræðast um bókina hér.

